Á vef KMÍ segir:
Tilverur, í leikstjórn Ninnu Pálmadóttur, keppir um verðlaun á hátíðinni í flokki norrænna mynda og Kuldi, í leikstjórn Erlings Thoroddsen, er sýnd í Nordic Light hluta hátíðarinnar. Tilverur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto síðasta haust. Kuldi var frumsýnd á Íslandi í september.
Eternal, í leikstjórn Ulaa Salim, keppir líkt og Tilverur um verðlaun á hátíðinni í flokki norrænna kvikmynda. Myndin er epískur vísindaskáldskapur um mann sem þarf að fórna hinni fullkomnu ást til að koma í veg fyrir glötun mannkyns. Myndin er dönsk-íslensk samframleiðsla. Framleiðendur eru Daniel Mühlendorph hjá Hyæne Film og Grímar Jónsson og Tjörvi Þórsson hjá Netop Films. Halldóra Geirharðsdóttir fer með eitt hlutverka í myndinni.
Smoke Sauna Sisterhood, heimildamynd Önnu Hints, er svo sýnd í Voyage hluta hátíðarinnar. Myndin er samframleiðsla milli Eistlands, Frakklands og Íslands. Hún hefur verið sýnd á mörgum af helstu kvikmyndahátíðum heims og hlaut nýverið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta heimildamyndin.