VOLAÐA LAND á stuttlista til Óskarsverðlauna

Volaða land Hlyns Pálmasonar er meðal þeirra kvikmynda sem finna má á stuttlista Óskarsverðlaunanna yfir alþjóðlegar kvikmyndir ársins.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 23. janúar næstkomandi. Fimm kvikmyndir munu hljóta tilnefningu í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins (International Feature Film). Óskarsverðlaunin verða veitt þann 10. mars.

Þetta er í þriðja sinn sem íslensk bíómynd birtist á stuttlista Óskarsverðlaunanna. Fyrir tveimur árum var Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson á stuttlista fyrir Óskarinn 2022. Þá var Djúpið eftir Baltasar Kormák á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2013.

Regluleg birting svokallaðra stuttlista, skömmu fyrir tilnefningar, er frekar nýlegt fyrirbrigði. Áður var nokkuð algengt að orðrómur um möguleika einstakra mynda væri gerð skil hjá kvikmyndafagmiðlum.

Myndirnar 15 á stuttlistanum eru:

Armenía, “Amerikatsi
Bútan, “The Monk and the Gun
Danörk, “The Promised Land
Finnland, “Fallen Leaves
Frakkland, “The Taste of Things
Þýskaland, “The Teachers’ Lounge
Ísland, “Godland
Ítalía, “Io Capitano
Japan, “Perfect Days
Mexíkó, “Totem
Marokkó, “The Mother of All Lies
Spánn, “Society of the Snow
Túnis, “Four Daughters
Úkraína, “20 Days in Mariupol
Bretland, “The Zone of Interest

Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að þetta væri í annað skiptið sem íslensk bíómynd væri á stuttlista Óskarsverðlauna. Hið rétta er að þetta er í þriðja sinn. Þetta hefur verið uppfært.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR