[Stikla] Þáttaröðin HÚSÓ frumsýnd á RÚV 1. janúar 2024

Ný þáttaröð, Húsó, verður frumsýnd á RÚV þann 1. janúar 2024. Arnór Pálmi leikstýrir þáttunum, sem eru sex talsins. Hann skrifar einnig handrit ásamt Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur. Glassriver framleiðir.

Verkið er svo kynnt:

Hekla hefur verið á meðferðarstofnunum meira og minna síðan á unglingsaldri. Hún innritar sig í Húsmæðraskólann til að fá dóttur sína aftur til sín. En mun nám í prjónaskap, bakstri og hreingerningum gera hana hæfa sem móður?

Með helstu hlutverk fara Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Katla Njálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR