Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dönsk kvikmynd eftir íslenskan leikstjóra nær toppsætinu í Danmörku.
Alls hafa 73,598 manns séð myndina hingað til, samkvæmt tölum frá FAFID, samtökum danskra dreifingaraðila.
Hygge er sem stendur í 14. sæti yfir mest sóttu dönsku myndir ársins, en á góða möguleika á að enda á topp tíu í lok árs miðað við gang í aðsókn.