Fyrsta íslenska kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes er ekki (endilega) sú sem þú heldur. Eða hvað?
Í þessari Klapptrésklippu fjallar Ásgrímur Sverrisson um Magnús Jóhannsson og kvikmynd hans Hálendi Íslands (Highlands of Iceland) sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1954, fyrst íslenskra kvikmynda. Rætt er við Gunnþóru Halldórsdóttur, sérfræðing á Kvikmyndasafni Íslands, um Magnús, helstu verk hans og störf og loks eru sýndir nokkrir bútar úr kvikmyndinni Hálendi Íslands.
Bestu þakkir til Gunnþóru Halldórsdóttur og Kvikmyndasafns Íslands.