Kvikmyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson hlaut í dag aðalverðlaun Tallinn Black Nights hátíðarinnar í Eistlandi.
Heimsfrumsýning myndarinnar fór fram á hátíðinni. Frumsýning á Íslandi verður í febrúar næstkomandi.
Dómnefnd skipuðu Ildikó Enyedi, Hayedeh Safiyari, Ádám Balázs, Andreas Kleinert og Bijaya Jena. Í umsögn dómnefndar segir:
“During this last week we have seen a wide, wildly different range of films. Among them we found one, which charmed us all with its transparent, simple but bold film language, with its graceful sense of humour, with its unpretentious way of speaking about burning questions of personal life. A film which tells us that it is never too late.”
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Myndin er íslensk/eistnesk samframleiðsla og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Hera Hilmarsdóttir og Tómas Lemarquis.
Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Ursus Parvus en meðframleiðandi er Marianne Ostra fyrir Alexandra Film í Eistlandi.
Alief selur myndina á heimsvísu.