Lilja Alfreðsdóttir á Eddunni: Lofa að gera allt sem ég mögulega get

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.

Lilja sagði:

Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hefur verið í mikilli sókn og að sjálfsögðu höldum við því áfram. Það er nefnilega þannig að jafnvel þó það sé mikil gerjun að eiga sér stað, að íslensk menning er hjartað í okkur og ef við hugum ekki vel að því munum við gleyma uppruna okkar og ég get lofað ykkur því hér í kvöld að ég mun gera allt sem ég mögulega get til að sinna þessu eins og við höfum verið að gera.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR