Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.
Lilja sagði:
Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hefur verið í mikilli sókn og að sjálfsögðu höldum við því áfram. Það er nefnilega þannig að jafnvel þó það sé mikil gerjun að eiga sér stað, að íslensk menning er hjartað í okkur og ef við hugum ekki vel að því munum við gleyma uppruna okkar og ég get lofað ykkur því hér í kvöld að ég mun gera allt sem ég mögulega get til að sinna þessu eins og við höfum verið að gera.