Kvikmyndasjóður var skorinn niður 2014 um 40%. Ári fyrr hafði sjóðurinn fengið verulega aukin framlög og fylgdu þeim áætlanir um áframhaldandi uppbyggingu til næstu ára.
Klapptré fjallaði ítarlega um niðurskurðinn, sem kynntur var haustið 2013. Má glöggt sjá á þeirri umfjöllun að gagnrýni bransans á niðurskurðinn sem og svör stjórnmálamanna eru afar kunnugleg.
Hér er heildarsamantekt yfir fréttir Klapptrés um málið. Fyrir neðan eru svo nokkur dæmi frá 2013 og 2014.
42% niðurskurður til kvikmyndagerðar – yfirlýsing stjórnar SKL vegna fjárlagafrumvarps