Settur hefur verið upp sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru í beinni hættu vegna stríðsins í Úkraníu. Sjóðurinn miðar að því að styrkja kvikmyndagerðarmenn í útgjöldum á meðan núverandi staða heldur áfram.
Neyðarsjóðurinn er á vegum ICFR (International Coalition for Filmmakers at Risk) og er samstarf sem stofnað var af Alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam (IDFA), Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam (IFFR) og Evrópsku kvikmyndaakademíunni (EFA) til að bregðast við málum kvikmyndagerðarmanna sem standa frammi fyrir alvarlegri áhættu.
Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn og hvernig hægt sé að styðja við framtak ICFR má finna hér.
Að auki hefur kvikmyndabransinn brugðist við til stuðnings starfssystkynum í Úkraínu, en Kvikmyndastofnun Póllands heldur m.a. utan um atvinnuauglýsingar og aðstoð fyrir kvikmyndagerðarmenn í Úkraníu. Allar nánari upplýsingar um hvernig hægt sé að hjálpa má finna hér eða með því að senda tölvupóst á ukraina@pisf.pl.