VERBÚÐIN tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason eru tilnefndir til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritið að þáttaröðinni Verbúðin. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn á Gautaborgarhátíðinni í janúar.

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitir verðlaunin.

Önnur handrit þáttaraða sem hljóta tilnefningu eru Countrymen (Jordbrukerne) frá Noregi, handrit eftir Izer Aliu og Anne Bjørnstad, Transport frá Finnlandi, handrit eftir
Auli Mantila, The Shift (Det største) frá Danmörku, handrit eftir Lone Scherfig og Vi i villa frá Sviþjóð, handrit eftir Tove Eriksen Hillblom ásamt Henrik Schyffert og Maria Nygren.

Þess má geta að annar framleiðenda Jordbrukerne er Íslendingurinn Friðrik Hilmarsson Mar, sem er einn stjórnenda Rubicon, eins stærsta framleiðslufyrirtækis Noregs.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR