Hér er samningurinn við LHÍ um Kvikmyndadeildina

Mennta- og mennningarmálaráðuneytð hefur birt á vef sínum samning við Listaháskóla Íslands um kvikmyndanám.

Í samningnum kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Námsbrautir verða leikstjórn, handritsgerð, framleiðsla, kvikmyndataka og klipping.

Akademískir starfsmenn leggi stund á rannsóknir og nýsköpun í listum og skapandi greinum með áherslu á samstarf og tengsl við lista og menningarlíf.

Miðað er við að nemendur verði 40 á hverju ári.

Framlag ríkisins til deildarinnar verður eftirfarandi:

Stofnkostnaðarframlag 2021-2022: 106,5 mkr.

Framlög vegna kennslu, rannsókna, húsnæðis og annarra þátta:
2022: allt að 35,4 mkr.
2023: allt að 106 mkr.
2024: allt að 141,4 mkr.
2025: allt að 141,4 mkr.
2026: allt að 70,7 mkr.

Skoða má samninginn í heild sinni hér.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR