Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur fer ágætlega af stað frumsýningarhelgina með alls 3,673 gesti. Þetta er ögn undir opnunarhelgi Ömmu Hófí.
Amma Hófi (frá sömu framleiðendum) endaði með rúmlega 22 þúsund gesti í fyrrasumar. Saumaklúbbinn sáu 2,211 frumsýningarhelgina en alls 3,673 með forsýningum.
Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur hefur nú gengið í kvikmyndahúsum í fimm helgar og hafa alls 689 séð hana.
Samkomutakmarkanir eru í gildi vegna faraldursins.
Aðsókn á íslenskar myndir 31. maí - 6. júní 2021
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | ALLS (SÍÐAST) |
---|---|---|---|
Ný | Saumaklúbburinn | 2,211 | 3,673 (með forsýningum) |
5 | Alma | - | 689 (-) |