[Stikla] Heimildamyndin GUÐRÍÐUR HIN VÍÐFÖRLA sýnd á RÚV

Heimildamynd Önnu Dísar Ólafsdóttur, Guðríður hin víðförla, um landkönnuðinn Guðríði Þorbjarnardóttur, verður sýnd á RÚV í kvöld kl. 20:30.

Guðríður Þorbjarnardóttir (980-1050), hafði um miðja 11. öldina orðið víðförulasta kona miðalda. Hún var einn merkilegasti landkönnuður sögunnar sem sigldi átta sinnum yfir úfið Atlantshafið og kannaði veröldina allt frá norðurströndum Ameríku og vestur til Vatíkansins í Rómarborg. Leifur Eiríksson bjargaði henni, síðar mágkonu sinni, úr sjávarháska sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið “heppni”.

Anna Dís skrifar handrit, leikstýrir og framleiðir ásamt Jóhanni Sigfússyni fyrir Profilm. Jóhann er einnig tökumaður. Þulur er breska leikkonan Imelda Staunton.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR