Hildur Guðnadóttir hlaut í gær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Fyrir ári vann hún Grammy verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.
Segir um þetta á vef RÚV:
Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hlaut í kvöld bandarísku Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hún hlaut þessi sömu verðlaun á síðasta ári fyrir sjónvarpsþættina Chernobyl. Verðlaunin í kvöld eru einstök því hún hefur nú unnið Óskar, Bafta, Golden Globe og Grammy fyrir myndina.
Sigurganga Hildar og tónlistarinnar úr Joker hefur verið með miklum ólíkindum.
Hún hlaut Óskar, Bafta og Golden Globe þegar helstu kvikmyndaverðlaunin voru afhent í fyrra og bætir nú Grammy í safnið.
Hún vann reyndar þessi sömu verðlaun í fyrra en þá fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl sem fór líka sigurför um heiminn og hlaut meðal annars Emmy-verðlaunin.
Hildur vinnur nú að gerð tónlistar fyrir kvikmynd David O. Russell sem skartar meðal annars Robert De Niro, Margot Robbie, Christian Bale og Zoe Saldana í aðalhlutverkum.
Hér að neðan má sjá viðtal Variety við Hildi í tilefni verðlaunanna.