HeimNý verkAnna Hildur og A SONG CALLED HATE: Tók mikið á að fylgja...

Anna Hildur og A SONG CALLED HATE: Tók mikið á að fylgja þessu í gegn

-

Anna Hildur Hildibrandsdóttir er í viðtali í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hún ræðir meðal annars heimildamynd sína A Song Called Hate, en almennar sýningar á henni hefjast í Háskólabíói 26. febrúar. Myndin er einnig á dagskrá RÚV í þremur hlutum 1., 8. og 15. apríl.

Á vef RÚV segir:

„Vorum sammála um að þetta gæti verið áhugaverð mynd“

Þegar Hatari tók þátt í Söngvakeppninni hafði Anna Hildur verið aðdáandi hljómsveitarinnar um hríð, fannst hún áhugaverð og textarnir beittir. „Ég hef áhuga á pólitík og fannst sem ferskur vindur að koma með svona pólitískar yfirlýsingar,“ segir hún um textasmíðina. Hún var jafn hissa og aðrir þegar sveitin ákvað að senda lag í Eurovision. „Ég var bara: Ha, hvað er þetta? En áttaði mig á því að þetta væri enn ein leiðin til að prófa hvar mörkin liggja og hvernig þeir geta komið skilaboðunum á framfæri.“

Hún ræddi við vini sína, Ian Forsyth og Jane Pollard, sem höfðu stofnað með henni kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Tattarrattat. „Við vorum sammála um að þetta gæti orðið áhugaverð heimildarmynd ef þeir myndu vinna á Íslandi og ef þeir myndu fara. Ef þeir hefðu það í sér, því það var ekki ljóst á þessum tíma að þeir myndu gera það,“ segir Anna Hildur. Hún flaug til Íslands fyrir lokakvöldið og fylgdist með keppninni. Morguninn eftir tókst henni að selja hugmyndina um að gera myndina og settist sjálf í leikstjórastólinn. Hún fylgdi Hatara eftir í átján daga í Ísrael og Palestínu og kynntist palenstínskum samstarfsmönnum sveitarinnar og ísraelskum listamönnum.

Bashar Murad fór að missa trú á gjörningnum og varð órólegur

Í Ísrael kynntist Hatari meðal annars palenstínska tónlistarmanninum Bashar Murad sem sveitin hefur unnið með síðan. Hann og faðir hans eru þekktir í Palestínu. Þeir reka hljóðver í Jerúsalem sem er ætlað að vera vettvangur fyrir unga palenstínska listamenn til að láta rödd sína heyrast.

„Ég var bara búin að búa mig undir að ég væri að fara í óvissuna, að ég yrði að taka hverjum degi eins og hann kæmi. Ég vissi að ég yrði að vakna snemma, fara seint að sofa og að það yrði mikið að gera,“ segir Anna Hildur og það stóð heima.

Þegar leið á ferðalagið varð Bashar Murad órólegur yfir samstarfinu og tók að missa trúna á að það kæmi eitthvað frá Hatarahópnum, og að þeim tækist að vekja athygli á málefnum Palestínu í keppninni. Sveitin hafði þá þegar fengið orð í eyra og verið hótað brottrekstri úr keppninni ef hún virti ekki reglur um að tjá sig ekki um pólitísk mál meðan á henni stæði. En það hefði ekki þjónað tilgangi ferðalagsins að vera hlýðin.

Stressandi að fara með fánana yfir landamærin

Anna Hildur var í stúdíóinu með Bashar Murad þegar skilaboð bárust frá Hatara um að þau væru að reyna að útvega palenstínskan fána eða borða til að sýna á úrslitakvöldinu. Þau voru tilbúin að gera nokkurnveginn allt til að gera þeim það kleift en það var allt lokað vegna föstumánaðarins, Ramadan, og því erfitt að komast yfir fána.

Í ljós kom að hljóðmaðurinn átti vin sem átti leikfangabúð í Ramallah og gat bjargað þeim um fána. Hópurinn hélt þangað og það var mikil spenna að smygla fánunum yfir. Vigdís Hafliðadóttir, fréttamaður Iceland Music news, faldi fánana inni á sér á meðan þau fóru yfir landamærin og það kemur allt fram í myndinni. „Ég vissi að þeir væru með fánana en ekki hvort þeir myndu taka þá upp,“ segir hún.

Fólk tekur andköf og klappar

Myndin hefur ferðast um heiminn og verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum. Anna Hildur fékk sjálf tækifæri til að sitja í salnum á sýningum í Reykjavík og Varsjá í Póllandi og hún segir að spennan sé rafmögnuð þegar fánarnir eru dregnir upp. „Það er ótrúleg tilfinning fyrir mig því fólk tekur andköf og klappar. Það er eins og fólk lifi sig inn í þetta með þeim,“ segir hún.

Tónlistarkonan Margrét Rán, úr hljómsveitinni Vök, gerir tónlistina við myndina og Anna Hildur segir að henni takist mjög vel að ýta undir tilfinningaþrungna spennuna í atburðarásinni. Í myndinni er sýnt frá ferðalaginu sjálfu og tekin viðtöl við þekkt fólk um sýn þess á uppátæki sveitarinnar. „Við erum með viðtöl við Ragnar Kjartans og Katrínu Jakobsdóttur því við vildum setja gjörninginn í stærra samhengi.“

Tók mikið á að fylgja þessu í gegn

Myndin heitir A song called hate og úr henni hafa verið gerðir þrír þættir sem sýndir verða á RÚV og eru kallaðir Hatrið. A song called hate hefur nú þegar fengið mjög góð viðbrögð og var meðal annars tilnefnd til Dragon-verðlaunanna sem besta norræna heimildarmyndin á síðasta ári. Sænska ríkissjónvarpið skrifaði umfjöllun um myndina með fyrirsögninni De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket sem gæti útlagst: Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni. „Þau fjölluðu um þetta á mjög jákvæðan hátt og það var gaman. Gaman að finna viðbrögðin og sjá að manni tekst að hreyfa við fólki og gera sögunni skil.“

Anna Hildur segir ljóst að Hatarahópurinn búi yfir miklum kjarki og hugrekki. Hún var sjálf ekki viss um hvort hópurinn yrði samdauna ferlinu eða tækist að koma skilaboðum til skila þegar upp yrði staðið. „Það var svo spennandi að fylgjast með og hvað þetta tók mikið á að fylgja þessu í gegn.“

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
[tdn_block_newsletter_subscribe title_text="ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ" description="RiVDMyVBMSVDMyVCMHUlMjBuJUMzJUJEamFzdGElMjBlZm5pJUMzJUIwJTIwJUMzJUExJTIwS2xhcHB0ciVDMyVBOSUyMCVDMyVBRCUyMHAlQzMlQjNzdGglQzMlQjNsZmklQzMlQjAlMjAlQzMlQkVpdHQlMjB0dmlzdmFyJTIwJUMzJUFEJTIwdmlrdSUyQyUyMCVDMyVBMSUyMG0lQzMlQTFudWQlQzMlQjZndW0lMjBvZyUyMGZpbW10dWQlQzMlQjZndW0u" input_placeholder="Netfangið þitt" btn_text="SKRÁÐU ÞIG" tds_newsletter2-image="25609" tds_newsletter2-image_bg_color="#c3ecff" tds_newsletter3-input_bar_display="row" tds_newsletter4-image="25608" tds_newsletter4-image_bg_color="#fffbcf" tds_newsletter4-btn_bg_color="#f3b700" tds_newsletter4-check_accent="#f3b700" tds_newsletter5-tdicon="tdc-font-fa tdc-font-fa-envelope-o" tds_newsletter5-btn_bg_color="#000000" tds_newsletter5-btn_bg_color_hover="#4db2ec" tds_newsletter5-check_accent="#000000" tds_newsletter6-input_bar_display="row" tds_newsletter6-btn_bg_color="#da1414" tds_newsletter6-check_accent="#da1414" tds_newsletter7-image="25610" tds_newsletter7-btn_bg_color="#1c69ad" tds_newsletter7-check_accent="#1c69ad" tds_newsletter7-f_title_font_size="20" tds_newsletter7-f_title_font_line_height="28px" tds_newsletter8-input_bar_display="row" tds_newsletter8-btn_bg_color="#00649e" tds_newsletter8-btn_bg_color_hover="#21709e" tds_newsletter8-check_accent="#00649e" embedded_form_code="JTNDIS0tJTIwQmVnaW4lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBTaWdudXAlMjBGb3JtJTIwLS0lM0UlMEElM0NsaW5rJTIwaHJlZiUzRCUyMiUyRiUyRmNkbi1pbWFnZXMubWFpbGNoaW1wLmNvbSUyRmVtYmVkY29kZSUyRmNsYXNzaWMtMTBfNy5jc3MlMjIlMjByZWwlM0QlMjJzdHlsZXNoZWV0JTIyJTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMkZjc3MlMjIlM0UlMEElM0NzdHlsZSUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTJGY3NzJTIyJTNFJTBBJTA5JTIzbWNfZW1iZWRfc2lnbnVwJTdCYmFja2dyb3VuZCUzQSUyM2ZmZiUzQiUyMGNsZWFyJTNBbGVmdCUzQiUyMGZvbnQlM0ExNHB4JTIwSGVsdmV0aWNhJTJDQXJpYWwlMkNzYW5zLXNlcmlmJTNCJTIwJTdEJTBBJTA5JTJGKiUyMEFkZCUyMHlvdXIlMjBvd24lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBmb3JtJTIwc3R5bGUlMjBvdmVycmlkZXMlMjBpbiUyMHlvdXIlMjBzaXRlJTIwc3R5bGVzaGVldCUyMG9yJTIwaW4lMjB0aGlzJTIwc3R5bGUlMjBibG9jay4lMEElMDklMjAlMjAlMjBXZSUyMHJlY29tbWVuZCUyMG1vdmluZyUyMHRoaXMlMjBibG9jayUyMGFuZCUyMHRoZSUyMHByZWNlZGluZyUyMENTUyUyMGxpbmslMjB0byUyMHRoZSUyMEhFQUQlMjBvZiUyMHlvdXIlMjBIVE1MJTIwZmlsZS4lMjAqJTJGJTBBJTNDJTJGc3R5bGUlM0UlMEElM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jX2VtYmVkX3NpZ251cCUyMiUzRSUwQSUzQ2Zvcm0lMjBhY3Rpb24lM0QlMjJodHRwcyUzQSUyRiUyRmtsYXBwdHJlLnVzMi5saXN0LW1hbmFnZS5jb20lMkZzdWJzY3JpYmUlMkZwb3N0JTNGdSUzRDBjN2UxOWFkMzg0ODE3MzY5ZTdlYjlkNjElMjZhbXAlM0JpZCUzRDdlYTVhNjZiNTUlMjIlMjBtZXRob2QlM0QlMjJwb3N0JTIyJTIwaWQlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIydmFsaWRhdGUlMjIlMjB0YXJnZXQlM0QlMjJfYmxhbmslMjIlMjBub3ZhbGlkYXRlJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwaWQlM0QlMjJtY19lbWJlZF9zaWdudXBfc2Nyb2xsJTIyJTNFJTBBJTA5JTNDaDIlM0VTdWJzY3JpYmUlM0MlMkZoMiUzRSUwQSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIyaW5kaWNhdGVzLXJlcXVpcmVkJTIyJTNFJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUyMGluZGljYXRlcyUyMHJlcXVpcmVkJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFRW1haWwlMjBBZGRyZXNzJTIwJTIwJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUwQSUzQyUyRmxhYmVsJTNFJTBBJTA5JTNDaW5wdXQlMjB0eXBlJTNEJTIyZW1haWwlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJFTUFJTCUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVxdWlyZWQlMjBlbWFpbCUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFRmlyc3QlMjBOYW1lJTIwJTNDJTJGbGFiZWwlM0UlMEElMDklM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwdmFsdWUlM0QlMjIlMjIlMjBuYW1lJTNEJTIyRk5BTUUlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMiUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUxOQU1FJTIyJTNFTGFzdCUyME5hbWUlMjAlM0MlMkZsYWJlbCUzRSUwQSUwOSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJMTkFNRSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIyJTIyJTIwaWQlM0QlMjJtY2UtTE5BTUUlMjIlM0UlMEElM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMDklM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1yZXNwb25zZXMlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMmNsZWFyJTIyJTNFJTBBJTA5JTA5JTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJyZXNwb25zZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLWVycm9yLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUwOSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVzcG9uc2UlMjIlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1zdWNjZXNzLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUzQyUyRmRpdiUzRSUyMCUyMCUyMCUyMCUzQyEtLSUyMHJlYWwlMjBwZW9wbGUlMjBzaG91bGQlMjBub3QlMjBmaWxsJTIwdGhpcyUyMGluJTIwYW5kJTIwZXhwZWN0JTIwZ29vZCUyMHRoaW5ncyUyMC0lMjBkbyUyMG5vdCUyMHJlbW92ZSUyMHRoaXMlMjBvciUyMHJpc2slMjBmb3JtJTIwYm90JTIwc2lnbnVwcy0tJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwc3R5bGUlM0QlMjJwb3NpdGlvbiUzQSUyMGFic29sdXRlJTNCJTIwbGVmdCUzQSUyMC01MDAwcHglM0IlMjIlMjBhcmlhLWhpZGRlbiUzRCUyMnRydWUlMjIlM0UlM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMmJfMGM3ZTE5YWQzODQ4MTczNjllN2ViOWQ2MV83ZWE1YTY2YjU1JTIyJTIwdGFiaW5kZXglM0QlMjItMSUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyJTIyJTNFJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJjbGVhciUyMiUzRSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnN1Ym1pdCUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyU3Vic2NyaWJlJTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMnN1YnNjcmliZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWMtZW1iZWRkZWQtc3Vic2NyaWJlJTIyJTIwY2xhc3MlM0QlMjJidXR0b24lMjIlM0UlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMjAlMjAlMjAlMjAlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElM0MlMkZmb3JtJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDc2NyaXB0JTIwdHlwZSUzRCd0ZXh0JTJGamF2YXNjcmlwdCclMjBzcmMlM0QnJTJGJTJGczMuYW1hem9uYXdzLmNvbSUyRmRvd25sb2Fkcy5tYWlsY2hpbXAuY29tJTJGanMlMkZtYy12YWxpZGF0ZS5qcyclM0UlM0MlMkZzY3JpcHQlM0UlM0NzY3JpcHQlMjB0eXBlJTNEJ3RleHQlMkZqYXZhc2NyaXB0JyUzRShmdW5jdGlvbiglMjQpJTIwJTdCd2luZG93LmZuYW1lcyUyMCUzRCUyMG5ldyUyMEFycmF5KCklM0IlMjB3aW5kb3cuZnR5cGVzJTIwJTNEJTIwbmV3JTIwQXJyYXkoKSUzQmZuYW1lcyU1QjAlNUQlM0QnRU1BSUwnJTNCZnR5cGVzJTVCMCU1RCUzRCdlbWFpbCclM0JmbmFtZXMlNUIxJTVEJTNEJ0ZOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjElNUQlM0QndGV4dCclM0JmbmFtZXMlNUIyJTVEJTNEJ0xOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjIlNUQlM0QndGV4dCclM0IlN0QoalF1ZXJ5KSklM0J2YXIlMjAlMjRtY2olMjAlM0QlMjBqUXVlcnkubm9Db25mbGljdCh0cnVlKSUzQiUzQyUyRnNjcmlwdCUzRSUwQSUzQyEtLUVuZCUyMG1jX2VtYmVkX3NpZ251cC0tJTNF" disclaimer="Þú getur afskráð þig hvenær sem er." tds_newsletter="tds_newsletter3" tds_newsletter3-title_color="#000000" tds_newsletter3-btn_bg_color="#dd3333" tds_newsletter3-btn_bg_color_hover="#000000" tds_newsletter3-f_title_font_family="182" tds_newsletter3-f_title_font_weight="400" tds_newsletter3-f_title_font_size="eyJhbGwiOiIyMCIsImxhbmRzY2FwZSI6IjEzIiwicG9ydHJhaXQiOiIxMyIsInBob25lIjoiMTMifQ==" tds_newsletter3-f_title_font_line_height="1.8" tds_newsletter3-f_title_font_spacing="0.2" tdc_css="eyJhbGwiOnsiYmFja2dyb3VuZC1jb2xvciI6IiNhN2UwZTUiLCJjb250ZW50LWgtYWxpZ24iOiJjb250ZW50LWhvcml6LWNlbnRlciIsImRpc3BsYXkiOiIifX0="]

NÝJUSTU FÆRSLUR