Sjáðu upptökurnar frá Bransadögum RIFF 2020 hér

Bransadagar RIFF fórum fram 1.-2. október. Í ár var meðal annars rætt um kvikmyndalandið Ísland og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig var rýnt í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs, auk þess sem ungt og upprennandi fólk í kvikmyndum og sjónvarpi sagði frá reynslu sinni.

Hvernig kvikmynda- og sjónvarpsheimurinn er að breytast – 1. október

Framleiðsla á íslenskum sjónvarpsseríum hefur tekið stökk, hvernig bregst kvikmyndabransinn við og hvernig hafa áhorfsvenjur fólks breyst? Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á kvikmyndaframleiðslu? Er VOD-ið lausnin?

Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og handritshöfundur og ritstjóri Klapptrés leiðir pallborðsumræður. Þátttakendur eru Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn, Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm.

Kvikmyndalandið Ísland – 2. október

Kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir.

Stjórnandi er Bergur Ebbi og þátttakendur Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios.

RIFF spjall – 2. október

Loka viðburður Bransadaga RIFF var svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum.

Fram koma Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona, Búi Baldvinsson framleiðandi, Sunneva Ása Weisshappel hönnuður, Ugla Hauksdóttir leikstjóri, Vigfús Þormar Gunnarsson leikaravalsstjóri og Rob Tasker brellumeistari. Stjórnandi er Níels Thibaud Girerd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR