Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti, en Mentor í því átjánda.
2,994 sáu Ömmu Hófí um frumsýningarhelgina, en alls 3,726 með forsýningum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er frumsýnd í júlímánuði.
Enn er góður gangur í Síðustu veiðiferðinni en 1,205 sáu myndina í vikunni miðað við 1,095 gesti vikuna áður. Eftir nítjándu sýningarhelgi (þar af þrettán helgar í sýningum) nemur heildarfjöldi gesta 29,427 manns.
77 sáu Mentor eftir Sigurð Anton Friðþjófsson í vikunni, en alls hafa 518 séð hana eftir þriðju helgi.
ATH: Kvikmyndahúsin lokuðu þann 24. mars vegna kórónaveirufaraldursins og opnuðu aftur 4. maí.
Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. júlí 2020
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | ALLS (SÍÐAST) |
---|---|---|---|
Ný | Amma Hófí | 2,994 | 3,726 (með forsýningum) |
19 | Síðasta veiðiferðin | 1,205 | 29,427 (28,222) |
3 | Mentor | 77 | 518 (441) |