Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor

Húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi.

Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor, en umsóknarfrestur er til 21. júní. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar.

Aðstoðarrektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans og mun bera ábyrgð á yfirfærslu Kvikmyndaskólans á háskólastig og uppbyggingu alþjóðlegrar deildar við skólann. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana skólans og er staðgengill rektors.

Fyrirspurnir skal senda á katrin@projects.is

Helstu verkefni og ábyrgð
 · Ábyrgð á daglegum rekstri skólans
 · Ábyrgð á að markmiðum kennslu og að staðlar séu uppfylltir
 · Ábyrgð á mannauði skólans, nemendum og starfsfólki
 · Umsjón með kynningarmálum skólans
 · Umsjón með þróun skólans og uppbyggingu kennslu
 · Þátttaka í stefnumótun og umbótastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
 · Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 · Doktorspróf er kostur
 · Kennsluréttindi skilyrði
 · Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri menntastofnunar
 · Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 · Reynsla og þekking á mannauðsmálum kostur
 · Reynsla og færni í kynningarmálum kostur
 · Reynsla og þekking á gæðamálum kostur
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR