Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor, en umsóknarfrestur er til 21. júní. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar.
Aðstoðarrektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans og mun bera ábyrgð á yfirfærslu Kvikmyndaskólans á háskólastig og uppbyggingu alþjóðlegrar deildar við skólann. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana skólans og er staðgengill rektors.
Fyrirspurnir skal senda á katrin@projects.is