Kjartan Sveinsson verðlaunaður fyrir tónlist sína í BERGMÁLI

Rammi úr Bergmáli.

Tónskáldið Kjartan Sveinsson vann til tónskáldaverðlaunanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Les Arcs fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson. Hátíðin fór fram dagana 14. – 21. desember í Frakklandi.

Síðan Bergmál var heimsfrumsýnd á aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í haust hefur myndin ferðast víða á milli hátíða og hlotið lof gagrýnenda. Tónskáldaverðlaun Kjartans eru fjórðu alþjóðlegu verðlaunin sem veitt eru fyrir myndina.

Bergmál er í almennum sýningum þessa dagana í Noregi, Hollandi, Belgíu og Sviss, en sýningar í fleiri löndum munu fylgja í kjölfarið og byrjar myndin þann 1. janúar í Frakklandi. Að auki er myndin enn í sýningu hér á landi.

Sjá nánar hér: Kjartan Sveinsson vinnur til verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Bergmál

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR