Þórður Pálsson ræðir um „Brot“

Þórður Pálsson.

Þórður Pálsson ræðir við Fréttablaðið um þáttaröðina Brot sem hann er upphafsmaður að. Þættirnir eru nú í sýningum á RÚV en verða aðgengilegir á Netflix í mars.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram eftirfarandi:

„Næsta febrúar eru fjögur ár síðan ég byrjaði að leika mér með þessa hug­mynd. Þá var ég ný­út­skrifaður úr meistara­námi við National Film and Televi­son School í Bret­landi og ég hugsaði: Hvað næst?“ segir Þórður í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir það gríðar­lega erfitt að stimpla sig inn í bransann sem nýr leik­stjóri og bendir á að í raun sé eina leið nýrra leikstjóra inn í bransann að skapa sér verkefni sjálfir.

„Ég kom til Ís­lands sumarið eftir út­skrift og fer á fund með Tru­enorth fram­leiðslu­fyrir­tækinu og hitti meðal annars Leif [inn­skot blaða­manns: Leifur Dag­finns­son, stjórnar­for­maður Tru­enorth] og kynnti fyrir þeim hug­myndina. Þeim leist vel á þetta og vildu skoða verkið nánar og þá fór boltinn að rúlla.“

Eftir að Þórður fangaði at­hygli Tru­enorth fóru fleiri, bæði hér heima og erlendis, að sýna verk­efninu á­huga Þá hófst hand­rits­vinna með Margréti Örn­ólfs­dóttur og Óttari M. Norð­fjörð en aðrir sem komu að hand­ritas­krifum voru Mikael Torfa­son og Otto Geir Borg. Þóra Hilmars­dóttir leik­stýrir tveimur þáttum, Davíð Óskar Ólafs­son leik­stýrir tveimur og fram­leiðir og Þórður leik­stýrir fjórum.

„Ég hélt að ef ég yrði heppinn myndi ég kannski ná að gera ein­hverja ódýra, litla ís­lenska kvik­mynd. Það er nógu erfitt,“ heldur Þórður áfram.

„Maður sér að fólk er í basli hér heima að koma sér á fram­færi og meiri­hluti lista­manna á sjálf­stæðu senunni er að fjár­magna eigin verk­efni. Það er alltaf erfiðast að fá fólk til að trúa á þig.

Ég var bara ó­trú­lega heppinn að Kristinn Þórðar­son og Davíð Óskar Ólafs­son höfðu trú á mér. Ég mun alltaf vera ó­trú­lega þakk­látur þeim fyrir að segja já við ný­út­skrifaðan leik­stjóra sem var bara búinn að gera stutt­myndir,“ segir Þórður.

Sjá nánar hér: Tíma­mótabrot í ís­lenskri þátta­gerðar­sögu

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR