Dansk/íslenska myndin Goðheimar fékk rúma 1500 gesti um frumsýningarhelgina. Hvítur, hvítur dagur og Héraðið eru báðar komnar yfir mesta aðsóknarkúfinn og malla nú áfram.
1,545 sáu Goðheima (Valhalla) eftir Fenar Ahmad um frumsýningarhelgina. Myndin er framleidd af Profile Pictures í Danmörku en meðframleiðandi er Netop Films á Íslandi. Fjöldi Íslendinga tók þátt í gerð myndarinnar sem filmuð var að verulegu leyti hér á landi.
Alls sáu 309 Hvítan, hvítan dag í vikunni, en heildaraðsókn nemur nú 10,566 manns eftir sex sýningarhelgar.
141 gestir sáu Héraðið í vikunni, en myndin hefur nú fengið alls 10,143 gesti eftir níu helgar.
Aðsókn á íslenskar myndir 7.-13. okt. 2019
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
Ný | Goðheimar (Valhalla) | 1,545 | 1,545 | - |
6 | Hvítur, hvítur dagur | 309 | 10,566 | 10,257 |
9 | Héraðið | 141 | 10,143 | 10,002 |