Kosning um framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020 er hafin og stendur til miðnættis 24. september. Meðlimir ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, velja framlagið og að þessu sinni er valið milli fjögurra kvikmynda.
Þær eru Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar, Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur og Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar.
Kosningin er rafræn og nánari upplýsingar að fá á eddan.is