Mikill áhugi á íslenskum myndum í vinnslu í Gautaborg

Rammi úr Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason (Mynd: Join Motion Pictures).

Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.

Mitchell segir Bergmál sýna nýja nálgun hjá Rúnari Rúnarssyni og að myndin bregði upp svipmynd af nútímasamfélagi í 59 mismunandi atriðum sem séu á mörkum leikinna mynda og heimildamynda.

Héraðið eftir Grím Hákonarson kemur í kjölfar Hrúta sem naut mikillar alþjóðlegrar velgengni, segir Mitchell. Myndin, sem upphaflega var kynnt í Verk í vinnslu flokknum á Les Arcs hátíðinni,  fjallar um kúabónda sem berst gegn spillingu í heimabyggð sinni eftir að eigimaður hennar deyr.

Annað sjóðheitt verkefni er Hvítur, hvítur dagur Hlyns Pálmasonar, skrifar Mitchell, en þar fer Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk lögreglumanns sem kemst að leyndarmálum konu sinnar að henni látinni.

Sjá nánar hér: Icelandic films heat up Goteborg’s works in progress | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR