Nú hafa rúmlega 50 þúsund manns séð Lof mér að falla eftir átta sýningarhelgar. Undir halastjörnu eftir Ara Alexander nálgast þrjú þúsund gesti.
503 sáu Undir halastjörnu í síðustu viku, en alls eru gestir 2,911 eftir þriðju helgi.
Alls sáu 1,253 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 50,576 manns eftir 8 sýningarhelgar. Myndin er komin í hóp 10 mest sóttu myndanna frá upphafi formlegra mælinga 1995.
Sýningum á Bráðum verður bylting!, heimildamynd Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar, lauk um helgina en 97 sáu hana í vikunni. Alls nam aðsókn 297 manns.
Aðsókn á íslenskar myndir 22.-28. október 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
8 | Lof mér að falla | 1,253 | 50,576 | 49,323 |
3 | Undir halastjörnu | 503 | 2,911 | 2,408 |
3 | Bráðum verður bylting! | 97 | 297 | 200 |