Aðsókn | „Lof mér að falla“ með tæplega 47 þúsund gesti eftir sjöttu helgi, „Undir halastjörnu“ í 7. sæti

 

Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson í Undir halastjörnu.

Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 7. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Lof mér að falla er komin upp að Vonarstræti, síðustu mynd Baldvins Z, í aðsókn eftir sjöttu sýningarhelgi, en alls hafa tæplega 47 þúsund manns séð hana hingað til.

736 sáu Undir halastjörnu um síðustu helgi, en með forsýningum eru gestir alls 1,286.

Alls sáu 2,582 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 46,704 manns eftir 6 sýningarhelgar. Síðasta mynd Baldvins, Vonarstræti, fékk alls 47,982 gesti þannig að ljóst er að Lof mér að falla mun fara fram úr henni og líklega ná yfir 50 þúsund gesta markið, sem þýðir að hún fer í hóp 10 mest sóttu myndanna frá upphafi formlegra mælinga.

292 sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa 18,688 séð myndina eftir 21. sýningarhelgi.

Bráðum verður bylting!, heimildamynd Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar, var frumsýnd um síðustu helgi og sáu hana 69 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir 8.-14. október 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
6Lof mér að falla2,58246,70444,122
Undir halastjörnu736 (helgin)1,286-
21Kona fer í stríð29218,68818,396
Bráðum verður bylting!45 (helgin)69-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR