Stuttmyndin „Frelsun“ verðlaunuð í Búdapest

Unnur Ösp Stefánsdóttir, aðalleikkona stuttmyndarinnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, var á dögunum valin besta leikkonan á Budapest Short Film Festival (Busho).

Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem kom út í fyrrahaust.

Handrit skrifar Snjólaug Lúðvíksdóttir, en Eva Sigurðardóttirhjá Askja Films framleiðir.

Þóra og Snjólaug vinna nú að handriti sem byggt er á skáldsögunni Konur eftir Steinar Braga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR