Erlendur Sveinsson hefur verið valin til þátttöku á Nordic Talents sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 5.-6. september. Þar mun hann kynna verk sitt Sjö hæðir.
Erlendur hefur nýlokið MFA gráðu í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University í New York – og skal ekki ruglað saman við nafna sinn, forstöðumann Kvikmyndasafns Íslands.
Nordic Talents er haldið árlega á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Þar kynna upprennnandi leikstjórar og handritshöfundar verk sín gagnvart framleiðendum. Hlynur Pálmason og Þórður Pálsson hafa gert gott mót þarna á undanförnum árum.
Sjá nánar hér.