„Lói – þú flýgur aldrei einn“ opnar á topp tíu í Frakklandi

Lói – þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar var frumsýnd í Frakklandi um þarsíðustu helgi og var myndin í tíunda sæti eftir þá helgi.

Tölur fyrir síðustu helgi liggja ekki fyrir. Myndin hefur nú verið sýnd í 16 löndum og hefur tekið inn um 3,2 milljónir dollara, eða vel á fjórða hundrað milljónir króna.

Þess má og geta að Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar gengur einnig ljómandi vel í frönskum kvikmyndahúsum þessa dagana, sem og Adrift Baltasars Kormáks. Óhætt er að fullyrða að það er ekki oft sem kvikmyndir eftir þrjá íslenska leikstjóra séu í sýningum á sama tíma í Frakklandi – eða hvar sem er annarsstaðar utan heimalandsins.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR