Hildur Guðnadóttir tónskáld var verðlaunuð fyrir tónlistina í bresku kvikmyndinni Journey’s End á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Beijing í Kína um helgina. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar segir meðal annars:
Hildur Guðnadóttir er búsett í Berlín og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína, meðal annars Edduverðlaun 2017 fyrir tónlistina úr Eiðinum. Þá er skemst að minnast þegar tónlist hennar var notuð í sjónvarpsþáttunum Handmaid’s Tale. Nýlega samdi hún svo tónlist fyrir kvikmyndina Soldado. Sú er framhald myndarinnar Sicaro sem Jóhann Jóhannsson fékk óskarstilnefningu fyrir tónlist sína í, en Hildur kom einmitt að þeirri vinnu sem hljóðfæraleikari og hafði unnið mikið með Jóhanni sem féll sviplega frá í febrúar.
Sjá nánar hér: Hildur Guðnadóttir verðlaunuð í Peking