Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 30 þúsund manns.
Í vikunni komu 1,664 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 29,642 séð hana eftir fimmtu sýningarhelgi.
Lói er í 15. sæti eftir 12. sýningarhelgi en hún fékk 272 gesti í vikunni. Alls hafa 22,769 séð myndina hingað til.
Andið eðlilega er í 16. sæti eftir 7. sýningarhelgi. 171 sáu myndina í vikunni. Alls hafa 5,889 gestir séð hana.
Svanurinn er í 27. sæti eftir 16. sýningarhelgi. Alls hafa 4,310 séð hana.
Aðsókn á íslenskar myndir 16-22. apríl 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
5 | Víti í Vestmannaeyjum | 1,664 | 29,642 | 27,978 |
12 | Lói - þú flýgur aldrei einn | 272 | 22,769 | 22,497 |
7 | Andið eðlilega | 171 | 5,889 | 5,718 |
16 | Svanurinn | 10 | 4,310 | 4,300 |