Kvikmyndin Spoor – eða Slóð – eftir Agnieszka Holland hlaut Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni í fyrra og var sýnd hér á Stockfish hátíðinni. Þetta er nokkurskonar umhverfisverndar-þriller sem segir frá baráttu eldri konu gegn ósvífnum veiðimönnum sem vaða uppi í pólskri sveit. Konan fer sínar eigin leiðir og ekki er allt sem sýnist í þessari ísmeygilegu mynd. Aðalleikona myndarinnar, Agnieszka Mandat, var gestur Stockfish hátíðarinnar á dögunum og ræddi við Klapptré.