Um 20 nýjar myndir og fjöldi viðburða á Stockfish hátíðinni

Juliette Binoche í Let the Sunshine In eftir Claire Denis.

Stockfish hátíðin hefst í fjórða sinn á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Um 20 nýjar myndir verða sýndar á hátíðinni, fjölmargir erlendir gestir sækja hátíðina heim og fjöldi ýmiskonar viðburða fer fram en þeir eru ókeypis og öllum opnir.

Opnunarmyndin er An Ordinary Man eftir Brad Silberling með Ben Kingsley og Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um stríðsglæpamann í felum sem myndar vinskap við þernuna sína sem er hans eina tenging við umheiminn. Yfirvöld nálgast hann óðfluga og þá reynir á traustið milli þeirra. Hógvær saga tveggja ólíkra einstaklinga sem opna sig tilfinningalega fyrir hvort öðru í mjög svo ólíklegum vinskap.

Hera, Silberling, framleiðandinn Rick Dugdale og yfirframleiðandinn Daniel Petrie (m.a. handritshöfundur Beverly Hills Cop og The Big Easy) verða öll viðstödd opnunarsýninguna.

Kvikmyndirnar má skoða hér.

Dagskrána frá degi til dags má skoða hér.

Viðburðir eru sem hér segir (smelltu á hlekkina fyrir frekari upplýsingar):

LAUGARDAGINN 3. mars
Kl 18:00 – MÁLÞING: Nordic Female Filmmakers Meeting Point 

MÁNUDAGINN 5. mars
Kl 17:00 – Hátíðarspjall við Steve Gravestock 

ÞRIÐJUDAGINN 6. mars
Kl 12:00 – MÁLÞING: Film Location Summit
Kl 20:00 – Sprettfiskur /Q&A

MIÐVIKUDAGINN 7. mars
Kl 16:00 – Verk í vinnslu
Kl 20:00 – November /Q&A

FIMMTUDAGINN 8. mars
Kl 18:00 – Örvarpið
Kl 20:00 – Sprettfiskur /Q&A

SUNNUDAGINN 11. mars
Kl 15:00 – Heimildamynda Masterklassi með Arne Bro

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR