LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Víti í Vestmannaeyjum“

Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.

Anna Vigdís Gísladóttir og Þórhallur Gunnarsson hjá Sagafilm framleiða myndina sem byggð er á skáldsögu Gunnars Helgasonar. Gunnar skrifar einnig handrit ásamt Ottó Geir Borg og Jóhanni Ævari Grímssyni.

Verkið mun einnig verða fáanlegt sem 6 þátta sería og verður hver þáttur 25 mínútur að lengd.

Sjá nánar hér: LevelK Picks up Icelandic football family film

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR