Aðsókn | Heimildamyndin „Reynir sterki“ opnar í fimmta sæti

Alls sáu 683 heimildamyndina Reyni sterka á frumsýningarhelginni.

439 gestir sáu Reyni sterka um helgina en alls með forsýningum  hafa 683 séð hana. Myndin er í fimmta sæti.

Undir trénu er áfram í 10. sæti aðsóknarlistans eftir 10 vikur. 430 manns sáu hana í vikunni en en heildarfjöldi gesta nemur nú 40,999 manns.

Rökkur er í 19. sæti eftir þriðju sýningarhelgi. 216 sáu hana í vikunni en alls hafa 1,522 manns séð hana frá upphafi sýninga.

64 sáu heimildamyndina Blindrahund nú á frumsýningarhelginni.

Sumarbörn er í 25. sæti. 34 sáu myndina í vikunni en alls hafa 1,502 séð hana eftir eftir fimmtu sýningarhelgi.

Heimildamyndina Island Songs sáu 38 manns í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur 167 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. nóv. 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Reynir sterki683683-
10Undir trénu430 40,99940,569
3Rökkur216 1,5221,308
Blindrahundur6868-
2Island Songs38 167129
5Sumarbörn341,5021,468
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR