Jóhann Ævar: Fáránlegt að leggja handritaskrif fyrir kvikmyndir og sjónvarp að jöfnu

Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur og þróunarstjóri Sagafilm leggur útaf tilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar um hækkanir á handrita- og þróunarstyrkjum á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við að sömu heildarupphæðir séu í boði fyrir handritaskrif kvikmynda og þáttaraða.

Jóhann Ævar segir:

Leiðinlegt að kvarta þegar maður sér svona hækkanir…en…

Það er fáránlegt að leggja að jöfnu handrit fyrir sjónvarp vs. kvikmyndir. Þetta eru algerlega mismunandi skepnur og vinnumagnið er vanalega að lágmarki þrefalt meira í sjónvarpi.

Að auki er hefðin í íslensku sjónvarpi að fleiri en einn skrifa.

Það þarf að leiðrétta þessi hlutföll.

Já og auðvitað þarf líka að auka styrkina talsvert meira til að styrkja þessa stétt og gera fólki kleift að vinna við þetta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR