
Tæplega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir áttundu sýningarhelgi. Rökkur opnar í 7. sæti.
Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen opnar í 7. sæti en alls hafa 866 manns séð hana að meðtöldum forsýningum.
Heimildamyndin 690 Vopnafjörður var frumsýnd um helgina og sáu hana 288 manns.
Undir trénu er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans en en heildarfjöldi gesta nemur nú 39,880 manns.
Sumarbörn er í 14. sæti en alls hafa 1,347 séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi.
318 hafa séð Vetrarbræður eftir fimmtu sýningarhelgi.