[Stikla] RÚV sýnir „Meinsærið“, heimildaþátt um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu

Heimildaþátturinn Meinsærið – rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu verður sýndur á RÚV í kvöld, kl. 20.30. Stjórnandi er Jakob Halldórsson, en Helga Arnardóttir er umsjónarmaður.

Sagt er frá þessu á menningarvef RÚV:

Snemma árs 1976 voru fjórir saklausir menn, svonefndir klúbbsmenn, handteknir grunaðir um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þrjú ungmenni, Sævar Ciesielski, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson voru sakfelld fyrir að bera þessa menn röngum sökum. Í þættinum er fjallað um tilurð hinna röngu sakargifta, hvernig þeim var framfylgt af lögreglu og hvernig upplifun fjórmenninganna var sem bornir voru röngum sökum og þeirra sem sakfelld voru fyrir meinsærið.

[…]

Helga segir að málið sé skoðað frá báðum hliðum í þættinum. Hvaðan þessar sakir eru uppsprottnar og hvernig fjórmenningarnir sjálfir takast á við gæsluvarðhaldið. „Ég leyfi áhorfendum að gera upp sinn hug,“ segir hún, „hvort þetta sé þáttur sem á að skilja eftir, með réttu, eða er þetta hluti af þessu stóra máli.“

Sjá nánar hér: Þátturinn sem skilinn var eftir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR