„Fjallkona fer í stríð“ fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

Myndin er framleidd af Gulldrengnum (Íslandi) og Slot Machine (Frakklandi). Handrit er eftir Benedikt og Ólaf Egil Egilsson. Sagan fjallar um konu á fimmtugsaldri sem segir stóriðju á Íslandi stríð á hendur og stundar skemmdarverk í þágu umhverfisverndar en málin flækjast þegar hún kynnist munaðarleysingja frá Úkraínu.

Með önnur helstu hlutverk fara Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson.

Beta Cinema í Þýskalandi annast alþjóðlega sölu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR