Aðsókn | Tæplega átta þúsund á „Ég man þig“ frumsýningarhelgina

Spennutryllirinn Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson fékk rífandi aðsókn um opnunarhelgina, en alls sáu myndina 7,728 manns að forsýningum meðtöldum.

Klapptré birti vangaveltur um opnunaraðsókn myndarinnar fyrir helgina en í ljós kemur að aðsóknin er nokkuð yfir efri mörkum þeirrar spár. Það er því morgunljóst að myndin fær fljúgandi start og á möguleika á að enda í hópi mest sóttu íslensku myndanna.

Opnunarhelgin er á pari við Vonarstræti (2014, opnunarhelgi: 7.671 – heildaraðsókn: 47.982) en nokkuð undir fyrri mynd Óskars, Svartur á leik (2012, opnunarhelgi: 10.110 – heildaraðsókn: 62.783).

Sýningum á Hjartasteini og Snjó og Salóme er lokið.

Aðsókn á íslenskar myndir 1.-7. maí 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Ég man þig6,203 (opnunarhelgin)7,728-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR