Kukl í Gufunes

Tækjaleigan Kukl mun flytja í Gufunes innan tíðar og bætist þar í hóp margra fyrirtækja í kvikmyndagerð, smærri og stærri, sem stefna þangað.

Frá þessu skýrir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook síðu sinni. Dagur segir:

Þau góðu tíðindi urðu á fundi borgarráðs í síðustu viku að samningar náðust um sölu húsnæðis og lóðar í Gufunesi við kvikmynda-tækjaleiguna Kukl. Fasteignir á svæðinu höfðu verið auglýstar til kaups eða leigu fyrir fyrirtæki í skapandi greinum, með sérstakri áherslu á kvikmyndagerð. Áður hafði stórt svæði og skemma að sjálfsögðu verið seld Rvk Stúdíós, fyrirtæki Baltasars Kormáks, og nýlega var húsnæði með aðstöðu fyrir einyrkja og minni fyrirtæki leigð Félagi kvikmyndagerðarmanna. Öll þessi verkefni eru hluti af þeirri einbeittu framtíðarsýn Reykjavíkurborgar að skapa kjörskilyrði fyrir kvikmyndagerð og skapandi greinar í Gufunesi. Kvikmyndaþorpið sem er að myndast í Gufunesi hefur alla burði til að verða framúrskarandi. Niðurstöður í nýlegri skipulagssamkeppni fyrir svæðið fellur svo algerlega að þessari stefnu. Nú er bara að fylgja þessu öllu markvisst eftir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR