Sólveig Anspach vann til verðlauna á César verðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð franska kvikmyndabransans. Verðlaunin vann hún ásamt Jean-Luc Gaget fyrir besta frumsamda handrit fyrir fransk/íslensku kvikmyndina Sundáhrifin. Sólveig lést langt fyrir aldur fram árið 2015 eftir baráttu við krabbamein.
Sundáhrifin var heimsfrumsýnd í Directors’ Fortnight dagskrá Cannes kvikmyndahátíðarinnar og vann þar SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi mynd.
Sundáhrifin var einnig tilnefnd til þriggja Edduverðlauna á dögunum, fyrir bestu kvikmynd, bestu leikstjórn (Sólveig Anspach) og bestu leikmynd (Drífa Ármannsdóttir og Marie Le Garrec).
Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Hvernig getur Samir bætt fyrir eitthvað sem hann man ekki? Getur Agathe hjálpað honum að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð?
Elle, kvikmynd Paul Verhoeven var valin besta kvikmyndin á César verðlaununum. Elle var tilnefnd til Óskarsverðlauna á dögunum, fyrir bestu erlendu kvikmynd. Einnig vann hún til Golden Globe verðlauna í janúar, þegar Isabelle Huppert var valin besta leikkona í aðalhlutverki.
Sjá nánar hér: Sólveig Anspach verðlaunuð á César verðlaunahátíðinni