Helga Rós V Hannam, sem hlaut Edduna fyrir bestu búningahönnun fyrir myndina Hjartastein, varði stærstum hluta ræðu sinnar í að hvetja fólk til að sameinast gegn ofbeldi. Hú vísaði til þess að tveir ungir leikarar í myndinni, Eyvindur Runólfsson og Karen Agnarsdóttir, urðu fyrir alvarlegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Eyvindur hlaut heilablæðingu og komst ekki til meðvitundar fyrr en á miðvikudag. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Helga Rós vakti athygli á átaki UN Women gegn ofbeldi gegn konum og hvatti fólk til að styðja það. „Ég bæti hér við strákum. Enginn á að þola slíkt ofbeldi,“ sagði Helga Rós og uppskar mikið klapp.
Sjá nánar hér: „Enginn á að þola slíkt ofbeldi“ | RÚV