Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kvikmyndagerðarmönnum bjóðist að leigja pláss í Gufunesi, en þar mun hugmyndin vera að byggja upp svokallaðan kvikmyndaklasa.
Áður hefur komið fram að Baltasar Kormákur og félag hans RVK Studios, hafi fest kaup á húsnæði á svæðinu og hafi fyrirætlanir um uppbyggingu á svæðinu.
Auglýsing FK fer hér:
Félag kvikmyndagerðarmanna FK í samstarfi við Kvikmyndaklasann, auglýsir til leigu starfsaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmenn sem og tengdar greinar t.d. hljóð- og grafískahönnun sem og hreyfimyndagerð, kvikun, margmiðlun og sýndarveruleika í Gufunesi.
Um ræðir afmörkuð vinnurými sem eru á bilinu 7-22 fm sem leigjast til langtíma á mjög hóflegu fermetraverði. Einnig er hægt að leigja sér aðstöðu í opnu rými fyrir þá sem nægir borðpláss. Örklasar, lítil fyrirtæki (3 starfmenn eða færri) og eða einstaklingar í kvikmyndagerð eru sérstaklega hvött til þess að sækja um að leigja starfsrými.
Ætlunin er að byggja sjáfstætt samfélag sem styður þá sem innan þess starfa og hlúa að starfsemi á sem breiðustum grundvelli.
STÚDÍÓ 1
Á þriðju hæð hússins verður aðgengi að litlu stúdói (ca 48fm) og fundaraðstöðu sem þeir sem starfa innan kvikmyndaklasans geta fengið aðgengi að á mjög hóflegu verði.
MIÐJAN
Í þróun er hugmynd innan Kvikmyndaklasans sem kallast miðjan en þar er ætlunin að styðja sérstaklega við frumkvöðlastarf og nýsköpun í kvikmyndagerð. Þar verður í boði gjaldfrjáls starfsaðstaða auk þess aðgangur að ráðgjöf og öðrum stuðningi við þróun hugmynda. Þetta verður auglýst sérstaklega síðar.
TAKTU ÞÁTT Í AÐ ÞRÓA FRAMTÍÐ KVIKMYNDAGERÐAR Í GUFUNESI
Við bjóðum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu tilraunaverkefni að hafa samband við okkur hér að neðan. Í boði er starfsaðstaða sem er tilbúin frá með 1. febrúar á mjög hóflegri leigu sem inniheldur hita, rafmagn, internet, þrif á almennu rými, aðgengi að kaffistofu, kaffi og aðgengi að frábæru samfélagi Kvikmyndaklasans.
Leigusamningur með 3 mánaða uppsagnarfresti
Áhugsamir hafi samband við:
Hrafnhildi Gunnarsdóttur , formadur@filmmakers.is
Guðberg Davíðsson, garpur@simnet.is