Stockfish hátíðin, sem fram fer í þriðja sinn í Bíó Paradís dagana 23.febrúar til 5. mars, óskar eftir stuttmyndum til að taka þátt í Sprettfisknum, stuttmyndaflokki hátíðarinnar. Hátíðin óskar einnig eftir umsóknum vegna flokksins Verk í vinnslu.
Skilafrestur í Sprettfisk til 19. janúar
Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish Film Festival. Hátíðin óskar eftir íslenskum stuttmyndum til þátttöku í Sprettfisknum þar sem sigurvegarinn hlýtur í verðlaun 1 milljón kr. í tækjaúttekt hjá Kukli auk titilsins Sprettfiskur 2017. Myndirnar sem taka þátt í keppninni verða sýndar nokkrum sinnum á hátíðinni, þar af verður að minnsta kosti ein Q&A sýning með leikstjóra/framleiðanda hverrar myndar.
Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki meira en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi og því frumsýndar á hátíðinni.
Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum.
Skilafrestur er til 19. janúar og verða fimm til sex myndir valdar til sýninga á hátíðinni og keppa um Sprettfiskinn.
Allar umsóknir óskast sendar á shorts@stockfishfestival.i
Nafn myndar (ef myndin ber íslenskt (eða annað) heiti þarf enska heitið að fylgja)
Leikstjóri
Framleiðandi
Lengd myndar
Stutt synopsis
Útgáfudagsetning myndar
Hlekk á myndina (ásamt lykilorði ef þarf)
Tengiliðaupplýsingar (netfang og símanúmer)
Umsóknarfrestur vegna Verka í vinnslu til 1. febrúar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í dagskrárliðinn Verk í vinnslu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2017.
Með Verkum í vinnslu gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúin til sýningar einstakt tækifæri til að kynna verk sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum og fagaðilum í kvikmyndagerð. 5-15 mínútna myndbrot úr verkum verða sýnd og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal.
Umsóknir berist á shorts@stockfishfestival.is merkt sérstaklega ´Verk í vinnslu´með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn myndar (bæði á frummáli og ensku)
Tegund myndar
Leikstjóri
Framleiðandi
Aðstandandi (hver verður viðstaddur Q&A) og titill
Stutt synopsis (bæði á íslensku og ensku)
Tengiliðaupplýsingar (fyrir fjölmiðla og fagaðila)
Linkur á myndbrot (5-15 mín) (ásamt lykilorði ef þarf)
Mynd(ir) (stillur og/eða plakat) í góðri upplausn
Gert er ráð fyrir því að viðburðurinn eigi sér stað tvisvar á meðan hátíð stendur. Nánar tímasetningar verða auglýstar síðar.