Önnur syrpa þáttaraðarinnar Fortitude hefst 26. janúar á Sky. Sýningar á RÚV hefjast væntanlega um svipað leyti. Stikla þáttaraðarinnar hefur verið opinberuð.
Þættirnir eru að stórum hluta myndaðir hér á landi, á Reyðarfirði og nágrenni. Pegasus þjónustar verkefnið.
Með helstu hlutverk í nýju seríunni fara Sofie Grabol og Dennis Quiad. Björn Hlynur Haraldsson leikur einnig stórt hlutverk.