Stuttmyndin „Skuggsjá“ fær tvenn verðlaun

Magnús Ingvar Bjarnason Skuggjsá verðlaun
Magnús Ingvar Bjarnason með verðlaunaskjal fyrir mynd sína Skuggsjá.

Stuttmyndin Skuggsjá, útskriftarmynd Magnúsar Ingvars Bjarnasonar frá Kvikmyndaskóla Íslands, vann á dögunum til fyrstu verðlauna á tvemur íslenskum kvikmyndahátíðum, Gullmolanum, stuttmyndahátíð Kópavogs og á alþjóðlegu hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter, sem haldin var í fyrsta sinn á Akranesi í nóvember.

Samnemandi Magnúsar, Eyþór Jóvinsson skrifaði handritið eftir sögu Magnúsar og leikstýrði myndinni sem skartar þeim Víkingi Kristjánssyni, Ársæli Níelssyni og Guðrúnu Bjarnardóttur í aðahlutverkum.

Myndin sem er tekin upp á Hvilft í Önundarfirði seinasta vor fjallar um tvo félaga sem ákveða að heimsækja dánarbú afa annars þeirra. Þar komast þeir að því að sá gamli var ekki allur þar sem hann var séður. Skuggsjá er hrollvekjandi spennumynd með gamansömu ívafi.

Skuggsjá plakat

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR