Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.
1,563 sáu Grimmd í vikunni. Heildargestafjöldi nemur nú 19,405 gestum eftir sex vikur.
Eiðinn sáu 990 manns í vikunni. Samtals hafa 41,020 séð myndina eftir 12 vikur.
Heimildamyndina Baskavígin sáu 335 manns í vikunni. Alls hafa 605 manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi.
125 sáu heimildamyndina Rúntinn I eftir Steingrím Dúa Másson, sem frumsýnd var um helgina.
44 gestir sáu Innsæi í vikunni. Alls hafa 1,988 gestir hafa séð myndina eftir áttundu sýningarhelgi.
36 sáu heimildamyndina Svarta gengið í vikunni. Alls hafa 322 séð myndina eftir þrjár helgar í sýningu.
Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. nóvember 2016
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
6 | Grimmd | 1,563 | 19,405 | 17,842 |
12 | Eiðurinn | 990 | 41,020 | 40,030 |
2 | Baskavígin | 335 | 605 | 270 |
Ný | Rúnturinn I | 125 | 125 | - |
7 | Innsæi | 44 | 1,988 | 1,944 |
3 | Svarta gengið | 36 | 322 | 286 |