Grimmd Antons Sigurðssonar tók mikið stökk í liðinni viku, fór úr tíunda sæti í það fimmta eftir fimmtu sýningarhelgi og er að nálgast 18 þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 40 þúsund gesti eftir 11 vikur. Heimildamyndin Baskavígin var frumsýnd um helgina.
1.372 sáu Grimmd um helgina en alls 1,937 í vikunni. Heildargestafjöldi nemur því nú 17.842 gestum.
Baskavígin, spænsk/íslenska heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, sáu 270 manns fyrstu sýningarhelgina að forsýningu meðtalinni.
73 sáu heimildamynd Kára Schram, Svarta gengið í vikunni. Alls hafa 286 manns séð myndina.
Af óskýrðum ástæðum liggur ekkert fyrir um aðsókn á Aumingja Ísland eftir Ara Alexander.
Eiðurinn Baltasars Kormáks er í 18. sæti aðsóknarlistans. Alls sáu hana 283 manns yfir vikuna. Samtals hafa því 40,030 séð myndina eftir 11 vikur.
Child Eater Erlings Óttars Thoroddsen er sýnd í Bíó Paradís. 62 sáu myndina í vikunni og heildarfjöldi gesta er 534 eftir fjórðu sýningarhelgi.
1,944 gestir hafa nú séð Innsæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristinu Ólafsdóttur eftir sjöttu sýningarhelgi.
Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. nóvember 2016
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
5 | Grimmd | 1,937 | 17,842 |
11 | Eiðurinn | 283 | 40,030 |
6 | Innsæi | 124 | 1,944 |
2 | Svarta gengið | 73 | 286 |
Ný | Baskavígin | 70 | 270 |
4 | Child Eater | 62 | 534 |
2 | Aumingja Ísland | ? | ? |