spot_img

„Réttur“ og „Ófærð“ tilnefndar til breskra sjónvarpsverðlauna

Íslensku þáttaraðirnar Réttur og Ófærð eru tilnefndar til C21 International Drama Awards sem fagmiðillinn C21 Media stendur fyrir árlega. Tilnefningarnar eru í flokki leikins efnis á öðrum tungum en ensku, en alls eru átta þáttaraðir tilnefndar í þeim flokki.

Keppt er í 14 flokkum og á kjörskrá eru um eitthundrað lykil dagskrárstjórar og dagskrárkaupendur um veröld víða.

Tilkynnt verður um úrslitin í London þann 30. nóvember næstkomandi.

 

Sjá nánar hér: Drama Awards Gala Dinner 2016 | C21Media

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR