Eiðurinn eftir Baltasar Kormák er í fyrsta sæti á aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.
Alls komu 7,611 manns á myndina um helgina en 8,861 manns að meðtöldum forsýningum.
Óhætt er að telja þetta með stærri opnunum síðari ára hvað aðsókn varðar, en aðsóknin er á pari við aðra mynd leikstjórans, Djúpið sem kom út 2012 og tók að lokum inn rúmlega fimmtíu þúsund manns. Á það skal þó bent að ekki þarf að vera samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar.
Aðsókn á íslenskar myndir 5.-11. september 2016
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
Ný | Eiðurinn | 7,611 | 8,861 |